Barcelona er samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano líklegast til þess að krækja í spænska kantmanninn Nico Williams.
Williams er 22 ára og átti frábært Evrópumót. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Williams er 22 ára og átti frábært Evrópumót. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Barcelona ætlar í viðræður við umboðsmenn Williams í vikunni. Hansi Flick, stjóri Barca, er sagður vera með Williams efstan á sínum lista.
Kantmaðurinn er samningsbundinn Athletic Bilbao fram á sumarið 2027. Arsenal er einnig sagt hafa áhuga á kappanum.
Athugasemdir