Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maður úrslitaleiksins er aðalskotmark Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona er samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano líklegast til þess að krækja í spænska kantmanninn Nico Williams.

Williams er 22 ára og átti frábært Evrópumót. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins.

Barcelona ætlar í viðræður við umboðsmenn Williams í vikunni. Hansi Flick, stjóri Barca, er sagður vera með Williams efstan á sínum lista.

Kantmaðurinn er samningsbundinn Athletic Bilbao fram á sumarið 2027. Arsenal er einnig sagt hafa áhuga á kappanum.
Athugasemdir
banner
banner