Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 15. ágúst 2021 18:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Kemur í ljós hvort við séum með pung og gæði til að fara alla leið"
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi erum við gríðarlega ánægðir með að hafa unnið hér á heimavelli, held við séum búnir að vinna alla leikina hér á Greifavellinum." Sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 2-1 sigur liðsins á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Stjarnan

„Þetta var erfiður leikur, Stjarnan gerði vel. Við spiluðum ágætis leik en við vorum kannski heppnir í fyrri hálfleik að fá ekki fleiri mörk á okkur. Mér finnst að við hefðum átt að gera mun betur í markinu sem við fáum á okkur. Við vinnum á heimavelli og skorum tvö mörk, erum gríðarlega ánægðir með það."

Dusan Brkovic fékk rautt spjald undir lok leiksins. Hallgrímur segir að það hafi örugglega verið réttur dómur.

„Þeir hoppa báðir upp og skella saman og ákveður að dæma á varnarmanninn, ég get ekki dæmt um það, því miður rautt spjald númer tvö hjá honum og hann er að fara í tveggja leikja bann og það er ekki gott fyrir okkur. Þetta er örugglega bara réttur dómur."

Eftir leikinn er KA í 2. sæti þremur stigum frá toppliði Vals. Hallgrímur telur að liðið sé þar sem það á að vera, í toppbaráttu.

„Við erum þar sem við viljum vera og teljum okkur nógu góða til að vera þarna og nú koma alvöru leikir, við eigum tvo leiki á móti Breiðablik og þá kemur í ljós hvort við séum með pung og gæði til að fara alla leið."
Athugasemdir
banner