Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
„Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag.
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   sun 15. ágúst 2021 18:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Kemur í ljós hvort við séum með pung og gæði til að fara alla leið"
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi erum við gríðarlega ánægðir með að hafa unnið hér á heimavelli, held við séum búnir að vinna alla leikina hér á Greifavellinum." Sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 2-1 sigur liðsins á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Stjarnan

„Þetta var erfiður leikur, Stjarnan gerði vel. Við spiluðum ágætis leik en við vorum kannski heppnir í fyrri hálfleik að fá ekki fleiri mörk á okkur. Mér finnst að við hefðum átt að gera mun betur í markinu sem við fáum á okkur. Við vinnum á heimavelli og skorum tvö mörk, erum gríðarlega ánægðir með það."

Dusan Brkovic fékk rautt spjald undir lok leiksins. Hallgrímur segir að það hafi örugglega verið réttur dómur.

„Þeir hoppa báðir upp og skella saman og ákveður að dæma á varnarmanninn, ég get ekki dæmt um það, því miður rautt spjald númer tvö hjá honum og hann er að fara í tveggja leikja bann og það er ekki gott fyrir okkur. Þetta er örugglega bara réttur dómur."

Eftir leikinn er KA í 2. sæti þremur stigum frá toppliði Vals. Hallgrímur telur að liðið sé þar sem það á að vera, í toppbaráttu.

„Við erum þar sem við viljum vera og teljum okkur nógu góða til að vera þarna og nú koma alvöru leikir, við eigum tvo leiki á móti Breiðablik og þá kemur í ljós hvort við séum með pung og gæði til að fara alla leið."
Athugasemdir
banner
banner
banner