„Í fyrsta lagi erum við gríðarlega ánægðir með að hafa unnið hér á heimavelli, held við séum búnir að vinna alla leikina hér á Greifavellinum." Sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 2-1 sigur liðsins á Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Stjarnan
„Þetta var erfiður leikur, Stjarnan gerði vel. Við spiluðum ágætis leik en við vorum kannski heppnir í fyrri hálfleik að fá ekki fleiri mörk á okkur. Mér finnst að við hefðum átt að gera mun betur í markinu sem við fáum á okkur. Við vinnum á heimavelli og skorum tvö mörk, erum gríðarlega ánægðir með það."
Dusan Brkovic fékk rautt spjald undir lok leiksins. Hallgrímur segir að það hafi örugglega verið réttur dómur.
„Þeir hoppa báðir upp og skella saman og ákveður að dæma á varnarmanninn, ég get ekki dæmt um það, því miður rautt spjald númer tvö hjá honum og hann er að fara í tveggja leikja bann og það er ekki gott fyrir okkur. Þetta er örugglega bara réttur dómur."
Eftir leikinn er KA í 2. sæti þremur stigum frá toppliði Vals. Hallgrímur telur að liðið sé þar sem það á að vera, í toppbaráttu.
„Við erum þar sem við viljum vera og teljum okkur nógu góða til að vera þarna og nú koma alvöru leikir, við eigum tvo leiki á móti Breiðablik og þá kemur í ljós hvort við séum með pung og gæði til að fara alla leið."
Athugasemdir