Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   mán 15. ágúst 2022 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að segja nokkur vel valin orð í hálfleik
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var gríðarlega mikill baráttu leikur og ekkert endilega gæða mikið knattspyrnulega séð en bæði lið lögðu líf og sál í verkefnið enda mikið í húfi og það má alveg segja það að það hafi verið gaman að fylgjast með baráttu beggja liða en gæðin voru lítil." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum virkilega slakir í kvöld lungann af leiknum og mér fannst Blikar hafa svona smá yfirhöndina, sérstaklega í fyrri hálfleik mér fannst við virkilega soft í fyrri hálfleik og þurftum að segja nokkur vel valinn orð í hálfleik til að kveikja aðeins á mönnum. Við vorum skömminni skárri í seinni en ég er mjög ánægður með stigið."

„Ég held að það væri mjög óraunhæft. Auðvitað myndum við aldrei gefast upp ég er ekki að segja það en ef við töpuðum þessum leik í kvöld þá er þetta bara orðið erfitt þannig já þetta var úrslitaleikur og snerist um að fá eitthvað út úr leiknum."  Sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik. 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner