Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 15. ágúst 2022 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að segja nokkur vel valin orð í hálfleik
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var gríðarlega mikill baráttu leikur og ekkert endilega gæða mikið knattspyrnulega séð en bæði lið lögðu líf og sál í verkefnið enda mikið í húfi og það má alveg segja það að það hafi verið gaman að fylgjast með baráttu beggja liða en gæðin voru lítil." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum virkilega slakir í kvöld lungann af leiknum og mér fannst Blikar hafa svona smá yfirhöndina, sérstaklega í fyrri hálfleik mér fannst við virkilega soft í fyrri hálfleik og þurftum að segja nokkur vel valinn orð í hálfleik til að kveikja aðeins á mönnum. Við vorum skömminni skárri í seinni en ég er mjög ánægður með stigið."

„Ég held að það væri mjög óraunhæft. Auðvitað myndum við aldrei gefast upp ég er ekki að segja það en ef við töpuðum þessum leik í kvöld þá er þetta bara orðið erfitt þannig já þetta var úrslitaleikur og snerist um að fá eitthvað út úr leiknum."  Sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik. 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner