Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 15. ágúst 2022 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að segja nokkur vel valin orð í hálfleik
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var gríðarlega mikill baráttu leikur og ekkert endilega gæða mikið knattspyrnulega séð en bæði lið lögðu líf og sál í verkefnið enda mikið í húfi og það má alveg segja það að það hafi verið gaman að fylgjast með baráttu beggja liða en gæðin voru lítil." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum virkilega slakir í kvöld lungann af leiknum og mér fannst Blikar hafa svona smá yfirhöndina, sérstaklega í fyrri hálfleik mér fannst við virkilega soft í fyrri hálfleik og þurftum að segja nokkur vel valinn orð í hálfleik til að kveikja aðeins á mönnum. Við vorum skömminni skárri í seinni en ég er mjög ánægður með stigið."

„Ég held að það væri mjög óraunhæft. Auðvitað myndum við aldrei gefast upp ég er ekki að segja það en ef við töpuðum þessum leik í kvöld þá er þetta bara orðið erfitt þannig já þetta var úrslitaleikur og snerist um að fá eitthvað út úr leiknum."  Sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik. 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner