Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 15. ágúst 2022 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að segja nokkur vel valin orð í hálfleik
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R í Kópavogi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var gríðarlega mikill baráttu leikur og ekkert endilega gæða mikið knattspyrnulega séð en bæði lið lögðu líf og sál í verkefnið enda mikið í húfi og það má alveg segja það að það hafi verið gaman að fylgjast með baráttu beggja liða en gæðin voru lítil." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum virkilega slakir í kvöld lungann af leiknum og mér fannst Blikar hafa svona smá yfirhöndina, sérstaklega í fyrri hálfleik mér fannst við virkilega soft í fyrri hálfleik og þurftum að segja nokkur vel valinn orð í hálfleik til að kveikja aðeins á mönnum. Við vorum skömminni skárri í seinni en ég er mjög ánægður með stigið."

„Ég held að það væri mjög óraunhæft. Auðvitað myndum við aldrei gefast upp ég er ekki að segja það en ef við töpuðum þessum leik í kvöld þá er þetta bara orðið erfitt þannig já þetta var úrslitaleikur og snerist um að fá eitthvað út úr leiknum."  Sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik. 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner