Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formaður Víkinga með skot: Eins óíþróttamannslegt og það verður
Úr leik Breiðabliks og Víkings í kvöld.
Úr leik Breiðabliks og Víkings í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, birti í kvöld áhugavert tíst á meðan leikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni stóð yfir.

„Að nota boltasækja á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér," skrifaði Heimir.

Var hann þarna að skjóta á Breiðablik. Boltasækjararnir á Kópavogsvelli stóðu kyrrir og létu Víkinga sækja boltann, þeir köstuðu aldrei til þeirra, jafnvel þó það væri horn.

Er hann þar að gefa í skyn að þetta hafi verið fyrirskipanir af hálfu Blika.

Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona fyrrum landsliðsmannsins Birkis Más Sævarssonar, birti tíst í kjölfarið á þessu þar sem hún skrifar: „Tilgangslaust þetta boltasækja-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherhji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem ekki er hafandi eftir, þetta eru 9-12 ára gömul börn!"

Það er spurning hvort það sé ekki bara pæling að skipta út boltasækjurum og hafa bara boltastanda á ákveðnum stöðum á vellinum fyrst þetta er staðan.



Athugasemdir
banner
banner