Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 15. ágúst 2022 21:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var hörkuleikur og mér fannst við spila virkilega vel. Ég er stoltur af liðinu, við spiluðum flottan fótbolta og sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur.“> Voru fyrstu orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Leikurinn var mikilvægur í baráttunni um 6.sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í efri hluta deildarinnar þegar deildinni verður skipt. Bar leikurinn þess nokkuð merki að mikið væri undir.

„Þetta var mikilvægur leikur og bæði liðin vildu vinna en kannski of mikið að segja að þetta sé úrslitaleikur þegar það eru fimm leikir eftir og 15 stig í boði.“

Talsvert var um forföll í liði Keflavíkur í dag en þar var um að kenna bæði leikbönnum og meiðslum manna sem teljast mega lykilmenn í liðinu. Magnús Þór Magnússon og Adam Ægir Pálsson snúa aftur eftir leikbann í næsta leik en hvað með Patrik Johannesen? Verður hann klár gegn FH?

„Já vonandi fáum við Patrik og líka Adam Árna Róbertsson. Ingimundur var líka meiddur í dag á bekknum. Vonandi verða þessir menn búnir að ná sér fyrir næsta leik. Það er bara jafna sig fyrir næsta leik gegn FH sem er að berjast fyrir lífi sínu og verður erfiður leikur.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner