Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mán 15. ágúst 2022 21:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var hörkuleikur og mér fannst við spila virkilega vel. Ég er stoltur af liðinu, við spiluðum flottan fótbolta og sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur.“> Voru fyrstu orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Leikurinn var mikilvægur í baráttunni um 6.sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í efri hluta deildarinnar þegar deildinni verður skipt. Bar leikurinn þess nokkuð merki að mikið væri undir.

„Þetta var mikilvægur leikur og bæði liðin vildu vinna en kannski of mikið að segja að þetta sé úrslitaleikur þegar það eru fimm leikir eftir og 15 stig í boði.“

Talsvert var um forföll í liði Keflavíkur í dag en þar var um að kenna bæði leikbönnum og meiðslum manna sem teljast mega lykilmenn í liðinu. Magnús Þór Magnússon og Adam Ægir Pálsson snúa aftur eftir leikbann í næsta leik en hvað með Patrik Johannesen? Verður hann klár gegn FH?

„Já vonandi fáum við Patrik og líka Adam Árna Róbertsson. Ingimundur var líka meiddur í dag á bekknum. Vonandi verða þessir menn búnir að ná sér fyrir næsta leik. Það er bara jafna sig fyrir næsta leik gegn FH sem er að berjast fyrir lífi sínu og verður erfiður leikur.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner