Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 15. ágúst 2022 21:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var hörkuleikur og mér fannst við spila virkilega vel. Ég er stoltur af liðinu, við spiluðum flottan fótbolta og sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur.“> Voru fyrstu orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Leikurinn var mikilvægur í baráttunni um 6.sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í efri hluta deildarinnar þegar deildinni verður skipt. Bar leikurinn þess nokkuð merki að mikið væri undir.

„Þetta var mikilvægur leikur og bæði liðin vildu vinna en kannski of mikið að segja að þetta sé úrslitaleikur þegar það eru fimm leikir eftir og 15 stig í boði.“

Talsvert var um forföll í liði Keflavíkur í dag en þar var um að kenna bæði leikbönnum og meiðslum manna sem teljast mega lykilmenn í liðinu. Magnús Þór Magnússon og Adam Ægir Pálsson snúa aftur eftir leikbann í næsta leik en hvað með Patrik Johannesen? Verður hann klár gegn FH?

„Já vonandi fáum við Patrik og líka Adam Árna Róbertsson. Ingimundur var líka meiddur í dag á bekknum. Vonandi verða þessir menn búnir að ná sér fyrir næsta leik. Það er bara jafna sig fyrir næsta leik gegn FH sem er að berjast fyrir lífi sínu og verður erfiður leikur.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner