Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mán 15. ágúst 2022 21:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var hörkuleikur og mér fannst við spila virkilega vel. Ég er stoltur af liðinu, við spiluðum flottan fótbolta og sköpuðum helling af færum en hefðum mátt nýta þau betur.“> Voru fyrstu orð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þjálfara Keflavíkur eftir 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Leikurinn var mikilvægur í baráttunni um 6.sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í efri hluta deildarinnar þegar deildinni verður skipt. Bar leikurinn þess nokkuð merki að mikið væri undir.

„Þetta var mikilvægur leikur og bæði liðin vildu vinna en kannski of mikið að segja að þetta sé úrslitaleikur þegar það eru fimm leikir eftir og 15 stig í boði.“

Talsvert var um forföll í liði Keflavíkur í dag en þar var um að kenna bæði leikbönnum og meiðslum manna sem teljast mega lykilmenn í liðinu. Magnús Þór Magnússon og Adam Ægir Pálsson snúa aftur eftir leikbann í næsta leik en hvað með Patrik Johannesen? Verður hann klár gegn FH?

„Já vonandi fáum við Patrik og líka Adam Árna Róbertsson. Ingimundur var líka meiddur í dag á bekknum. Vonandi verða þessir menn búnir að ná sér fyrir næsta leik. Það er bara jafna sig fyrir næsta leik gegn FH sem er að berjast fyrir lífi sínu og verður erfiður leikur.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner