Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo hringir Arnar Gunnlaugsson í þig, þá þarftu ekki að hugsa þig rosalega lengi um"
Arnar, Danijel og Kári.
Arnar, Danijel og Kári.
Mynd: Víkingur
Tryggði framlengingu og markinu var vel fagnað.
Tryggði framlengingu og markinu var vel fagnað.
Mynd: Adam Ciereszko
Rætt var um Danijel Dejan Djuric í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Danijel átti virkilega góða innkomu gegn Lech Poznan á fimmtudag, skoraði í uppbótartíma og tryggði framlengingu og sýndi fyrir utan það góða takta.

Hann gekk í raðir Víkings í júlí eftir þrjú ár hjá danska félaginu Midtjylland.

„Triple D, Danijel Dejan Djuric, mómentið var rosalegt. Sjónvarpsmennirnir pólsku misstu af því, maður heyrði allt í einu lætin á vellinum og Henry Birgir að lýsa þessu. Svo sáust Víkingarnir fagna marki," sagði Elvar Geir Magnússon. Sverrir Örn Einarsson er stuðningsmaður Víkings og tjáði hann sig um Danijel.

„Þessi strákur er nítján ára og hefur komið flottur inn í þetta Víkingslið. Hann er með X-factor og ég hlakka rosalega til að sjá hann, bæði seinni partinn á þessu tímabili og eins næstu tímabil. Ég er ekki viss um að hann stoppi mörg ár í Víkinni," sagði Sverrir.

„Ég held það sé svipað verkefni sem sé verið að selja þessum strák og er verið að selja Kristali sem fer út í glugganum. Danijel sýndi að hann er tilbúinn að taka við kindlinum," sagði Elvar.

„Hann er tilbúinn að taka keflið. Ég held að ef þú ert nítján ára, og ert ógeðslega góður í fótbolta en hefur kannski ekki alveg náð að blómstra í atvinnumennsku... Svo hringir Arnar Gunnlaugsson í þig, þá þarftu ekki að hugsa þig rosalega lengi um," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„Ekki bara með Arnar, þú ert með Sölva (Geir Ottesen) þarna sem aðstoðarmann og Kára sem yfirmann knattspyrnumála," sagði Sverrir.

„Svo kannski hringir bara Kári Árnason í þig, það þarf ekkert að ræða það bara," sagði Benedikt.

„Þessir gæjar setjast niður með þér, vita alveg að þú ert góður í fótbolta en tala bara um hausinn á þér. Hvernig áttu að stilla hausinn á þér. Ég held að það sé eitthvað sem allir ungir leikmenn hafi gott af því að hlusta á," sagði Sverrir.

Sjá einnig:
Danijel sé tilbúinn að taka við keflinu - „Hann á heima á þessu sviði" (12. ágúst)
Arnar átti ekki von á því að Danijel kæmi svona sterkur inn (5. ágúst)
„Ég vil að fólk hafi gaman að því að horfa á mig spila fótbolta" (11. júlí)
Útvarpsþátturinn - Liðin sem hafa breytt leiknum
Athugasemdir
banner
banner