Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. ágúst 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar átti ekki von á því að Danijel kæmi svona sterkur inn
Viktor sýndi og sannaði að hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður landsins
Mynd: Víkingur
Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson þurftu að fara af velli snemma í leik Víkings gegn Lech Poznan í gær. Birnir var búinn að vera veikur og Ari meiddur á hné.

Danjiel Dejan Djuric og Viktor Örlygur Andrason komu inná í þeirra stað.

„Viktor kemur inná og var stórkostlegur og sýndi það og sannaði að hann er einn af hæfileikaríkustu leikmönnum á Íslandi," sagði Arnar.

„Svo verð ég að minnast líka á Danijel sem kom inná og spilaði eins og hann hafi ekki gert neitt annað á þessu sviði. Ég hef aldrei á minni stjóratíð kvartað yfir meiðslum, það kemur bara maður í manns stað. En ég átti ekki von á því að Danijel myndi koma sterkur inn svona snemma á sínum ferli með Víkingi."

Víkingur er 1-0 yfir í einviginu fyrir síðari leikinn ytra næsta fimmtudag.

Sjá einnig:
„Mér líður alltaf illa þegar Viktor Örlygur er ekki að spila"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner