Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 15. september 2019 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Gaui Þórðar fékk skell í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Guðjóns Þórðarson í NSÍ Runavík voru slegnir niður á jörðina í toppbaráttuslag í Færeyjum í kvöld.

NSÍ fékk B36 í heimsókn og þar komst B36 yfir eftir aðeins sjö mínútur. Þeim tókst að skora annað mark fyrir leikhlé og var staðan 2-0 í hálfleik.

Á 58. mínútu komst B36 í 3-0 og þar við sat. Öruggur sigur B36 staðreynd og þeir eru núna með fimm stiga forskot á NSÍ á toppi deildarinnar. NSÍ á þó leik til góða og það er enn spenna í þessu.

Þess má geta að þetta er fyrsta tap NSÍ í færeysku úrvalsdeildinni síðan 14. apríl.

Lið Heimis Guðjónssonar, HB, vann fyrr í dag 3-0 sigur gegn Skála. Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn fyrir HB, sem er í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig.

Talað er um það að Heimir gæti snúið aftur til Íslands að tímabilinu loknu. Hann hefur meðal ananrs verið orðaður við Val.
Athugasemdir