Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. september 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Best í 14. umferð: Mjög svekkt að vera ekki valin í landsliðið
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Hólmfríður Magnúsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir, sóknarmaður Selfoss, er leikmaður 14. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

Hólmfríður skoraði tvö mörk í 5-0 útisigri Selfyssinga gegn gömlu félögunum í KR á laugardaginn.

„Þetta var einn af mínu betri leikjum í sumar," sagði Hólmfríður í stuttu spjalli við Fótbolta.net.

„Það er alltaf gaman að skora en það eru stigin þrjú sem skipta mestu máli."

Selfoss ætlaði sér stóra hluti fyrir tímabilið og stefnan var sett á Íslandsmeistaratitilinn. Það hefur ekki gengið eftir en liðið er í 4. sæti deildarinnar í dag, sextán stigum frá toppsætinu.

„Við erum ekki búnar að vera nógu stabílar í sumar, nú er bara safna stigum og klára tímabilið með sóma," sagði Hólmfríður.

Hin 36 ára gamla Hólmfríður hefur skorað 37 mörk í 112 landsleikjum á ferli sínum en hún er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð. Var hún svekkt að vera ekki valin? „Já, mjög svekkt."

Núna er landsleikjahlé en fjórar umferðir eru eftir í Pepsi Max-deildinni auk þess sem Selfoss mætir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í nóvember.

„Þetta hefur verið mjög skrítið tímabil svo maður hugsar ekki lengra en morgundaginn," sagði Hólmfríður að lokum aðspurð út í framhaldið.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Best í 10. umferð - Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Best í 11. umferð - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Best í 12. umferð - Erin McLeod (Stjarnan)
Best í 13. umferð - Phoenetia Browne (FH)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner