Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. september 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Merson: Liverpool gæti endað í fjórða sæti
Mynd: Getty Images
Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa að passa sig og gætu endað í fjórða sæti segir Paul Merson og gagnrýnir félagið harkalega.

Liverpool hefur einungis keypt varaskeifu í vinstri bakvarðastöðuna og Jurgen Klopp, stjóri félagsins, hefur skotið á helstu keppinauta sína sem eyða háum upphæðum í leikmenn.

Merson, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, segir: „Þú horfir á mörkin sem Liverpool fékk á sig gegn Leeds og hugsar: Vá. Ég held að leikmenn hafi mætt í leikinn og hugsað að þeir myndu rústa Leeds."

„Liverpool þarf að kaupa einhvern. Það myndi ekki koma mér á óvart ef liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og ég hugsaði það fyrir leikinn gegn Leeds."


Merson hélt áfram: „Þetta er sama liðið og þeir eru með mjög marga leikmenn sem þurfa að spila alla leiki. Virgil van Dijk má ekki meiðast og bakverðirnir ekki heldur. Svo eru engir til að koma inn fyrir fremstu þrjá. Ég held áfram að segja þetta. Það er fræg skyndibitakeðja sem var vön því að selja meira af frönskum og hamborgurum en aðrir, keðjan hélt samt áfram að auglýsa. Þú verður að eyða til að halda þér á toppnum."
Athugasemdir
banner