Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. september 2020 09:56
Elvar Geir Magnússon
Valgeir Lunddal vekur áhuga hjá félögum á Norðurlöndum
Valgeir Lunddal hefur leiki vel fyrir Val.
Valgeir Lunddal hefur leiki vel fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Fridriksson hefur spilað virkilega vel í bakverði Vals á þessu tímabili en þessi 18 ára hávaxni leikmaður var valinn í úrvalslið fyrri helmings Pepsi Max-deildarinnar.

Félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á Valgeiri en samkvæmt Stúkunni á Stöð 2 Sport er Strömsgodset í Noregi eitt af þeim félögum.

Strömsgodset hefur nælt í Valdimar Þór Ingimundarson frá Fylki og ku nú vilja fá Valgeir einnig.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru fleiri félög á Norðurlöndunum að horfa til hans.

Valsmenn vilja væntanlega halda Valgeiri út tímabilið enda á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

Í umræðunni í Stúkunni var talið að Strömsgodset sé að bjóða rúmlega 15 milljónir króna í Valgeir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner