Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. september 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að stuðningsmenn Dalvíkur/Reynis hafi orðið sér til skammar
Úr stúkunni á Dalvík.
Úr stúkunni á Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Stuðningsmenn Dalvíkur urðu sér gjörsamlega til skammar," sagði Gylfi Tryggvason í nýjasta þætti Ástríðunnar.

Dalvík/Reynir vann 4-2 sigur gegn Elliða í síðustu umferð 3. deildar. Gylfi var ekki sáttur með hegðun stuðningsmanna heimaliðsins í tengslum við þennan leik.

„Þegar Dalvík kom í Árbæinn, þá voru þeir frábærir. Þeir voru að styðja liðið og þetta var frábært hjá þeim," sagði Gylfi.

„Þetta var gjörsamlega til skammar fyrir félagið. Davíð Arnar mætir þarna inn á og hann er bara eitthvað að leika sér. Hann gat ekki tekið eitt skref á vellinum án þess að fá að heyra hvað hann væri feitur."

„Ég skil ekki þetta dæmi með stuðningsmenn og leikmenn; af hverju þarf alltaf að fara beint í þetta? Það er drullu pirrandi að fá að koma inn á völlinn og fá að heyra þetta."

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið hér að neðan.
Ástríðan - Húsavík nötraði og Höttur/Huginn tryggði sig upp
Athugasemdir
banner
banner
banner