
Það var dregið áðan í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar kvenna. Valur var í pottinum og mætir austurrísku meisturunum í St. Pölten.
Það var einnig dregið í önnur einvígi en það verður risastórt einvígi á milli Manchester United og Paris Saint-Germain.
Man Utd er að taka þátt í Meistaradeild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið þarf að komast í gegnum stórliðið frá París til að komast í riðlakeppnina.
Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga fá þá mjög erfitt verkefni er þær mæta Real Madrid.
Meistaraleiðin:
Apollon Ladies vs Benfica
FC Zurich vs Ajax
Roma vs FC Vorskla
Valur vs SKN St. Polten
Slavia Prague vs Olimpia Cluj
Glasgow City vs SK Brann
Spartak Subotica vs FC Rosengard
Deildarleiðin:
BK Hacken vs FC Twente
Real Madrid vs Valerenga
Eintracht Frankfurt vs Sparta Prague
Paris FC vs Wolfsburg
Manchester United vs Paris Saint-Germain
Athugasemdir