Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 15. september 2024 12:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frumraun sem Smalling vill gleyma sem fyrst
Mynd: Getty Images

Chris Smalling byrjar skelfilega í Sádí-Arabíu en þessi 34 ára gamli miðvörður spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Fayha í gær.


Hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn Al-Raed en því miður fyrir hann var það í eigið net.

Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik fékk hann að líta rauða spjaldið. Þá var staðan orðin 3-0 en leiknum lauk með 5-0 sigri Al-Raed.

Aleksandar Mitrovic skoraði tvennu þegar Al-Hilal lagðii Al-Riyadh 3-0 en Sergej Milinkovic-Savic lagði upp fyrsta mark leiksins á Salem Al Dawsari sem lagði upp bæði mörk Mitrovic.

Þá unnu Al Ettifaq, lærisveinar Steven Gerrard, 2-1 gegn Al-Fateh. Al-Hilal og Al-Ettifaq eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Al-Fayha er á botninum án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner