Chris Smalling byrjar skelfilega í Sádí-Arabíu en þessi 34 ára gamli miðvörður spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Fayha í gær.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn Al-Raed en því miður fyrir hann var það í eigið net.
Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik fékk hann að líta rauða spjaldið. Þá var staðan orðin 3-0 en leiknum lauk með 5-0 sigri Al-Raed.
Aleksandar Mitrovic skoraði tvennu þegar Al-Hilal lagðii Al-Riyadh 3-0 en Sergej Milinkovic-Savic lagði upp fyrsta mark leiksins á Salem Al Dawsari sem lagði upp bæði mörk Mitrovic.
Þá unnu Al Ettifaq, lærisveinar Steven Gerrard, 2-1 gegn Al-Fateh. Al-Hilal og Al-Ettifaq eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Al-Fayha er á botninum án stiga.
????????????????????????????Chris Smalling in his ???????? Al Fayha debut:
— BabaGol (@BabaGol_) September 14, 2024
Own goal ??
Red card ??
His team lost 5-0, their highest-ever in the #SPL ??pic.twitter.com/nitgjpSqSg