Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Dusseldorf þegar liðið vann Hertha Berlin í dag.
Hann átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu eftir tæplega stundafjórðung og Dawid Kownacki réðst á boltann og skoraði.
Dusseldorf bætti við öðru marki eftir rúmlega klukkutíma leik. Ísak var tekinn af velli undir lok leiksins en þá kom Valgeir Lunddal Friðriksson inn á í sínum fyrsta leik en hann gekk til liðs við félagið frá Hacken í sumar.
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði síðasta hálftímann hjá Hertha Berlin. Dusseldorf er á toppnum með 13 stig eftir 5 umferðir en Hertha er með sjö stig í 9. sæti.
Atli Barkarson var í byrjunarliði Waregem þegar liðið vann Eupen 3-1. Hann innsiglaði sigur liðsins þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Waregem er með sjö stig eftir fjórar umferðir í 3. sæti.