Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   sun 15. september 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sancho: Þakklátur að vera byrjaður að spila aftur
Mynd: Chelsea

Jadon Sancho spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea þegar liðið lagði Bournemouth af velli í gær.


Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmarkið á Noni Madueke þegar skammt var til loka leiksins.

„Fyrst og fremst er frábært að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir Chelsea. Ég er þakklátur að vera byrjaður að spila aftur. Fyrir utan það þá spilaði liðið mjög vel. Við börðumst allt til enda og við erum ánægðir með stigin þrjú," sagði Sancho.

Sancho átti erfitt uppdráttar hjá Man Utd en hann var fenginn til Chelsea á láni í sumar en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar en kaupverðið getur verið frá 20-25 milljóniir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner