fös 15. október 2021 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Evra orðinn leiður á því að sjá Messi vinna Ballon d'Or
Patrice Evra vill sjá einhvern annan en Lionel Messi vinna Ballon d'Or
Patrice Evra vill sjá einhvern annan en Lionel Messi vinna Ballon d'Or
Mynd: EPA
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, segist þreyttur á því að sjá Lionel Messi vinna Ballon d'Or verðlaunin.

Franska tímaritið France Football er á bakvið Ballon d'Or verðlaunin sem voru fyrst afhent árið 1956.

Messi hefur unnið þau oftast allra eða sex sinnum. Cristiano Ronaldo kemur næstur á eftir honum með fimm verðlaun.

Evra vonast til að það verði einhver breyting á þessu ári. Jorginho, leikmaður Chelslea, kemur til greina en hann vann Meistaradeildina með liðinu og svo Evrópumótið með Ítalíu en Evra nefnir einnig N'Golo Kante sem spilaði einnig vel með Chelsea og franska landsliðinu.

„N'Golo Kante eða Jorginho eiga að vinna Ballon d'Or-verðlaunin á þessu ári. Ég er orðinn svo leiður á því að sjá Messi vinna þetta," sagði Evra.

„Hvað vann hann? Okei, hann vann Copa America, en hvað gerði hann hjá Barcelona?" sagði Evra og spurði, en Messi vann aðeins spænska konungsbikarinn á síðustu leiktíð með Börsungum og náði reyndar í fyrsta sinn á ferlinum að vinna Copa America með Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner