Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   þri 15. október 2024 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Edon Osmani áfram í Keflavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík greindi frá því í dag að Edon Osmani væri búinn að skrifa undir samning við félagið sem gildir út árið 2026.

Edon er 24 ára sóknarmaður, uppalinn Keflvíkingur sem lék 14 leiki með liðinu á nýliðnu tímabili.

Hann hefur einnig leikið með Víði (2020) og Reyni Sandgerði (2021) á sínum ferli. Keflavík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði gegn Aftureldingu í úrslitaleik umspilsins um sæti í Bestu deildinni.

Samninglausir hjá Keflavík:
Sami Kamel (1993) - 31.12
Sindri Snær Magnússon (1992) - 31.12
Oleksii Kovtun (1995) - 31.12
Rúnar Gissurarson (1986) - 31.12
Óliver Andri Einarsson (2004) - 31.12
Ernir Bjarnason (1997) - 31.12
Aron Örn Hákonarson (2004) - 31.12
Helgi Bergmann Hermannsson (2002) - 31.12
Athugasemdir
banner