Vandræðagemsinn Mario Balotelli er búinn að ná munnlegu samkomulagi við ítalska félagið Genoa.
Gazetta segir að hann muni fá á milli 250 og 300 þúsund evrur fyrir samning þar.
Gazetta segir að hann muni fá á milli 250 og 300 þúsund evrur fyrir samning þar.
Munnlega samkomulagið felst samt sem áður í því að Alberto Gilardino verði áfram stjóri liðsins en starf hans hangir á bláþræði.
Í ítölskum fjölmiðlum er talað um það að Gilardino muni missa starfið ef liðið tapar gegn Bologna um næstu helgi. Gilardino hefur spilað lykilhlutverk í því að semja við Bologna.
Balotelli, sem er 34 ára, spilaði síðast með Adana Demirspor í Tyrklandi en hann er félagslaus núna.
Athugasemdir