Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nælir Man Utd í tvo leikmenn í viðbót frá Bayern?
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United keypti tvo leikmenn frá þýska stórveldinu Bayern München síðastliðið sumar; varnarmennina Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui.

Núna eru tveir aðrir leikmenn Bayern orðaðir við United en þeir spila framar á vellinum.

Það eru Leroy Sane og Leon Goretzka en Sky í Þýskalandi segir að United sé að hugsa til þeirra fyrir janúargluggann.

Goretzka er miðjumaður sem Vincent Kompany, stjóri Bayern München, virðist ekki hafa miklar mætur á. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni til þessa.

Sane er fljótur kantmaður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern; samningur hans rennur út næsta sumar. Hann lék áður fyrir nágranna United í Manchester City.

Man Utd hefur farið erfiðlega af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í neðri hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner