Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   þri 15. október 2024 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Þjálfarar ÍR í viðræðum við Fylki
Lengjudeildin
Jóhann Birnir og Árni Guðna.
Jóhann Birnir og Árni Guðna.
Mynd: ÍR
Fyrir rétt rúmlega mánuði síðan tilkynnti ÍR að búið væri að framlengja samninginn við þjálfarana Árna Frey Guðnason og Jóhann Birni Guðmundsson. Samningurinn gildir til ársin 2026. ÍR náði frábærum árangri í Lengjudeildinni í sumar, endaði í 5. sæti sem nýliði efir að hafa verið spáð falli. Þeir sem þjálfarateymi voru valdir Þjálfari ársins í deildinni hér hjá Fótbolta.net.

Í dag er svo sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þeir séu í viðræðum við Fylki. Fylkir er í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Rúnar Páll Sigmundsson verður ekki áfram. Fylkir verður í Lengjudeildinni á næsta ári, í sömu deild og ÍR.

„Ég er að heyra að það sé næstum því frágengið að Árni Guðna og Jóhann Birnir séu að taka við Fylki og Fylkir er víst að reyna semja við ÍR um að fá þá yfir," sagði Sigurður Gísli Bond, fyrrum leikmaður ÍR, í þætti dagsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þjálfararnir rætt við Fylki um að taka við liðinu.

Fótbolti.net náði ekki tali á þeim Árna, Jóhanni og Axel Kára Vignissyni, formanni knatsspyrnudeildar ÍR, við vinnslu þessarar fréttar. Ragnar Páll Bragason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, svaraði símtali Fótbolta.net en sagðist ekkert geta sagt um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner