Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír augljósir kostir í stöðunni þegar Guardiola hættir
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Það hefur myndast mikil umræða um framtíð Pep Guardiola, stjóra Manchester City, síðustu daga.

Hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum við City og hefur verið orðaður við enska landsliðið. Það er talið líklegt að Guardiola fari í landsliðsfótboltann fyrr eða síðar.

Mirror tekur í dag saman þrjá augljósa kosti fyrir City þegar Guardiola ákveður að hætta. Það verða mjög stór fótspor að fara í þegar spænski stjórinn hættir.

En það eru möguleikar í stöðunni. Mirror nefnir fyrst Michel sem hefur gert magnaða hluti með systurfélagið Girona.

Svo er það Ruben Amorim, stjóri Sporting Lissabon. Hugo Viana er að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá Man City en hann starfar í dag hjá Sporting. Amorim er mjög spennandi stjóri með skemmtilega hugmyndafræði.

Svo er það Vincent Kompany sem tók nýverið við Bayern München. Kompany er einhver mesta goðsögn í sögu City og er að taka flott skref á þjálfaraferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner