Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir hvers vegna Gylfi var ekkert notaður
Icelandair
Gylfi var ónotaður varamaður í gær.
Gylfi var ónotaður varamaður í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var ónotaður varamaður í gær þegar Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það á fréttamannafundi eftir leikinn; hvers vegna svo hefði verið.

„Orri og Andri sem léku frammi í dag og gegn Wales. Þeir voru að skila góðu verki og skoruðu til að mynda báðir og unnu vel. Til að spila gegn Tyrkjum kusum við að nota þá tvo," sagði Hareide.

„Við eigum Gylfa inni en ég held að við verðum að nota hann þegar við höfum meiri stjórn á leikjum. Í kvöld vorum við að elta leikinn í lokin og ég tel það ekki henta Gylfa. En við getum sannarlega notað hann ef við erum við stjórn enda er hann frábær á boltann."

Gylfi spilaði lítið gegn Wales í fyrri leiknum í verkefninu og kom ekkert við sögu í gær.
Innkastið - Af hverju VAR ekki dæmt?
Athugasemdir
banner
banner