
Stuðningsmannasveit Tólfunnar mætti í útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu í dag, en það var mikil stemmning hjá sveitinni.
Ísland og Króatía mætast í fyrri umspilsleik á Laugardalsvelli í kvöld, en leikurinn er sögulegur og stærsti leikur Íslandssögunnar.
Tólfan mætti í útvarpið í dag og bauð upp á söngva og talaði um þá dagskrá sem framundan er.
Uppselt er á völlinn og hefur Tólfan haldið stemmningunni gangandi í undankeppninni til þessa og staðið sig með stakri prýði.
Hægt er að hlusta á upptökuna af því hér fyrir ofan.
Athugasemdir