Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku í Þjóðadeildinni á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Christian ERiksen skoraði bæði mörk Dana úr vítaspyrnum en sigurmarkið kom í viðbótartíma, rétt eftir að Viðar Örn Kjartansson hafði jafnað fyrir Ísland.
Hér má sjá einkunnir Fótbolta.net.
Hér má sjá einkunnir Fótbolta.net.
Rúnar Alex Rúnarsson 7
Flott frammistaða. Sigraður í vítaspyrnunum en varði vel frá Eriksen í upphafi síðari hálfleiks.
Birkir Már Sævarsson 6
Vindurinn var traustur að venju. Ekki alveg jafn sókndjarfur og gegn Belgum í síðasta mánuði.
Sverrir Ingi Ingason 7 - Maður leiksins
Besti leikmaður Íslands í kvöld.
Hólmar Örn Eyjólfsson 6
Gekk talsvert betur í hjarta varnarinnar en í leiknum gegn Belgum á dögunum.
Hörður Björgvin Magnússon 6
Ágætis frammistaða en fékk á sig vítaspyrnu á ögurstundu.
Ari Freyr Skúlason 6
Fékk á sig vítaspyrnu og var í basli í fyrri hálfleik. Betri síðari hálfleikur. Átti stoðsendinguna á Viðar.
Gylfi Þór Sigurðsson 6
Spilaði aftar en vanalega og nýttist ekki í sóknarleiknum.
Birkir Bjarnason 6 (46)
Ágætis frammistaða á miðjunni. Spilaði fyrir hálfleikinn.
Arnór Sigurðsson 5
Náði ekki að sýna nægilega mikið.
Jón Daði Böðvarsson 5 (71)
Átti erfitt uppdráttar, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.
Albert Guðmundsson 6 (74)
Var mikið í boltanum en komst lítið áleiðis. Tapaði boltanum illa í síðari hálfleik sem leiddi til marks en það var dæmt af vegna rangstöðu.
Varamenn
Guðlaugur Victor Pálsson 6 (46)
Ágætis innkoma á miðjuna. Nálægt því að skora með skalla eftir langt innkast.
Aron Einar Gunnarsson 7 (71)
Kom með alvöru kraft inn á miðjuna.
Viðar Örn Kjartansson 7 (71)
Afgreiddi markið laglega.
Alfreð Finnbogason 6 (74)
Hjálpaði Íslandi að koma með aukin sóknarkraft.
Athugasemdir