Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. nóvember 2020 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliða Dana fannst seinni hálfleikurinn hræðilegur
Icelandair
Simon Kjær og Christian Eriksen.
Simon Kjær og Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Simon Kjær, fyrirliði Dana, og Christian Eriksen, besti leikmaður Dana, voru ekki sáttir með spilamennskuna í síðari hálfleik gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Eriksen skoraði bæði mörk Danmerkur af vítapunktinum, en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

„Við vorum með góða stjórn í fyrri hálfleik og skoruðum tiltölulega snemma. Þeir komu framar á völlinn í síðari hálfleiknum, en megnið af seinni hálfleiknum voru þeir ekki hættulegir. Þeim tókst samt sem áður að skora. Við vorum heppnir í lokin að vera með góða leikmenn sem sköpuðu færi," sagði Eriksen.

Kjær tók í svipaðan streng. „Okkur leið mjög vel í fyrri hálfleiknum. Þeir spiluðu með fimm varnarmenn og það gerði okkur erfitt fyrir. Við urðum að spila hratt og vera skapandi, og mér fannst við gera það vel í fyrri hálfleik," sagði varnarmaðurinn.

„Ég veit ekki hvort þetta hafi litið eins hræðilega út og mér fannst þetta vera inn á vellinum. Þetta var ekki mjög gott, en við getum lært af þessu og það er jákvætt," sagði Kjær um seinni hálfleikinn og bætti við: „Við erum að fara í mikilvægan leik gegn Belgum og það er Evrópumót á næsta ári. Við verðum að læra að stjórna svona leikjum mun betur."

Danir munu í vikunni spila gegn Belgíu í úrslitaleik um sigur í riðlinum í Þjóðadeildinni. Danmörk verður að vinna leikinn sem fer fram í Belgíu.

„Með fullri virðingu fyrir Íslandi, þá er Belgía með betra lið. Við vitum það og við verðum að spila betur. Það verður annar bardagi," sagði Eriksen.
Athugasemdir
banner
banner
banner