Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. nóvember 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur
Icelandair
Sverrir í leik gegn Belgíu á dögunum.
Sverrir í leik gegn Belgíu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnamaðurinn Sverrir Ingi Ingason átti mjög góðan leik þegar Íslandi tapaði 2-1 fyrir Danmörku í Þjóðadeildinni.

Hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Þetta er vissulega mjög svekkjandi. Mér fannst við líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum. Þeir fá vítaspyrnu í restina sem mér finnst ódýr, ég veit ekki alveg hvað Höddi á að gera þarna. Hann er 30 sentrímetrum frá honum. Mér skilst að hann sé pjúra rangstæður í fyrra markinu," sagði Sverrir.

„Ég held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur."

„Við vorum í smá vandræðum fyrstu 20 mínúturnar en náðum að laga það. Mér fannst við vinna okkur meira og meira inn í leikinn. Í seinni hálfleik fórum við hærra á þá, náðum að pressa á þá og vinna boltann hærra. Við skoruðum frábært mark og vorum satt best að segja, líklegri til að vinna leikinn."

„Okkur leið vel á vellinum, en svo er eitt vafaatriði í lokin og þeir fá aðra vítaspyrnu. Það er drullufúlt að tapa þessu," sagði Sverrir.
Athugasemdir
banner
banner