Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. nóvember 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Synir þeirra leikjahæstu á milli stanganna í Danmörk-Ísland
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi leikur Danmerkur og Ísland í Þjóðadeildinni á Parken í Kaupmannahöfn.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Parken.

Íþróttafréttamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson bendir á skemmtilega staðreynd er varðar markverði liðanna.

Í marki Íslands er Rúnar Alex Rúnarsson og í marki Danmerkur er Kasper Schmeichel. Þeir eru synir leikjahæstu leikmanna í sögu íslenska landsliðsins og danska landsliðsins.

Rúnar Alex er sonur Rúnars Kristinssonar, sem lék 104 A-landsleiki fyrir Íslands, og Kasper er sonur Peter Schmeichel, sem lék 129 landsleiki fyrir Danmörku.

Bæði Rúnar Alex og Schmeichel leika í ensku úrvalsdeildinni; Rúnar með Arsenal og sá danski með Leicester. Rúnar er í kvöld að leika sinn sjöunda landsleik á meðan Schmeichel spilar sinn 59. landsleik.


Athugasemdir
banner
banner