Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. desember 2022 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytingar á Íslandi: Félög í efstu deild þurfa að vera með kvennalið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breytingar hafa orðið á leyfiskerfi KSÍ sem fela það í sér að félög sem taka þátt í Bestu deild karla þurfa einnig að taka þátt í Íslandsmóti kvenna.

Félög í Bestu deild karla verða að senda lið í meistaraflokki til keppni í Íslandsmóti kvenna, ásamt því að taka þátt í opinberum mótum fyrir yngri flokka kvenna.

Einnig segir í reglugerðinni: „Leyfisumsækjandinn skal styðja við knattspyrnu kvenna, með verkefnum og starfsemi sem miða að því bæta hana, auka jafnræði, fagmennsku og áhuga."

Þessi breyting hefur þegar verið færð inn í reglugerð hjá KSÍ sem var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember síðastliðnum.

Þessi breyting tekur að fullu gildi árið 2024.

Þetta þýðir sem sagt það að Leiknir í Reykjavík hefði ekki mátt taka þátt í Bestu deild karla síðasta sumar, eða hefði þá þurft að sækja um sérstaka undanþágu til þess. Leiknir tekur þátt í Lengjudeildinni í sumar en félagið þarf að stofna kvennalið á ný til að komast aftur upp í Bestu deildina.

Félög á borð við Kórdrengi og Vestra eru í sömu stöðu og Leiknir - þurfa að senda kvennalið til leiks til að komast upp í Bestu deildina.

Hægt er að skoða leyfisreglugerð KSÍ með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner