Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. janúar 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Havertz til Liverpool í sumar?
Powerade
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er hálfnaður og ensku blöðin bíða ennþá frekari frétta.



West Ham ætlar að reyna að fá Ross Barkley (26) miðjumann Chelsea á láni. Barkley spilaði áður undir stjórn David Moyes hjá Everton. (Mirror)

Tottenham er í viðræðum um að fá framherjann Ze Luis (28) á láni frá Porto. (Record)

Inter hefur náð samkomulagi við Christian Eriksen (27) um að koma til félagsins í þessum mánuði. Inter hefur boðið 8,5 milljónir punda í Danann en Tottenham vill fá helmingi hærri upphæð. (Calciomercato)

Atletico Madrid er að reyna að kaupa framherjann Edinson Cavani (32) sem verður samningslaus í sumar. Atletico hefur boðið tíu milljónir evra í Cavani en PSG vill fá 30 milljónir evra. (Marca)

Liverpool ætlar að reyna að kaupa miðjumanninn Kai Havertz (20) frá Bayer Leverkusen í sumar en verðmiðinn á honum hljóðar upp á 107 milljónir punda. Manchester United, Barcelona og Bayern Munchen vilja líka fá Havertz. (Mirror)

Arsenal ætlar að reyna að fá vinstri bakvörðinn Lavin Kurzawa (27) frá PSG í þessum mánuði á sex milljónir punda. Kurzawa verður samningslaus í sumar. (Sun)

Mesut Özil (31) segist hafa átt erfiða tíma undir stjórn Unai Emery en hann sé ánægður með allt undir stjórn Mikel Arteta. (Mirror)

Arsenal og Tottenham eru á meðal fimm félaga á Englandi sem vilja fá Djene Dakonam (28) miðvörð Getafe á Spáni. (Sun)

Tottenham þarf að berjast við Sevilla ef félagið vill fá pólska framherjann Krzysztof Piatek (24) frá AC Milan. (Mail)

Ashley Young (34), leikmaður Manchester United, telur að Inter vilji ennþá fá sig í sínar raðir þrátt fyri að félagið sé að fá vinstri bakvörðinn Leonardo Spinazzola (26) frá Roma. (Sun)

Manchester United vill fá miðjumann á láni út tímabilið. Marcos Llorente (24) hjá Atletico Madrid kemur til greina. (Manchester Evening News)

Barcelona er að kaupa miðjumanninn Matheus Fernandes (21) frá Palmeiras á sjö milljónir evra. (Mundo Deportivo)

Barcelona er líka að skoða Jun Nishikawa (17) hjá Cerezo Osaka í Japan. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner