fim 16. janúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Samþykkt að byggja knatthús á Ásvöllum - Fjórða húsið í Hafnarfirði
Mynd frá Haukum.
Mynd frá Haukum.
Mynd: Haukar
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt samkomulag um að byggja knattpyrnuhús á Ásvöllum, félagssvæði Hauka.

Um er að ræða knatthús í fullri stærð en FH-ingar vígðu á dögunum Skessuna sem er einnig í fullri stærð.

Fyrir eru tvö minni knatthús á félagssvæði FH og því verða fjögur knatthús í Hafnarfirði þegar byggingu verður lokið á Ásvöllum.

Samkvæmt mynd sem fylgir færslu frá Haukum á Twitter þá er einnig stefnt á að byggja nýja stúku við aðalvöll félagsins sem og annan gervigrasvöll utandyra.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner