Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 16. janúar 2021 17:04
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Norwich með sjö stiga forystu - Jón Daði kom við sögu
Átta leikir eru búnir í ensku Championship deildinni í dag og kom Jón Daði Böðvarsson í sögu í 3-1 tapi Millwall gegn Nottingham Forest.

Jóni Daða var skipt inn á 80. mínútu í stöðunni 2-0. Hann kemur oft við sögu með Millwall en hefur ekki tekist að vinna sér fast byrjunarliðssæti.

Watford lagði Huddersfield að velli með tveimur mörkum gegn engu og er í fínni stöðu í umspilsbaráttunni, skammt á eftir Bournemouth sem tapaði óvænt á heimavelli fyrir Luton. Heimamenn voru manni færri stærsta hluta leiksins eftir að Jefferson Lerma lét reka sig af velli.

Blackburn og Stoke gerðu þá jafntefli á meðan Bristol City sigraði gegn Preston. Derby og Middlesbrough töpuðu þá bæði heimaleikjum, gegn Rotherham og Birmingham.

Að lokum hafði topplið Norwich betur gegn Cardiff City og er með sjö stiga forystu á toppnum.

Watford 2 - 0 Huddersfield
1-0 Tom Cleverley ('54 )
2-0 Joao Pedro ('64 )

Bournemouth 0 - 1 Luton
0-1 Kiernan Dewsbury-Hall ('67 )
Rautt spjald: Jefferson Lerma, Bournemouth ('26)

Blackburn 1 - 1 Stoke City
0-1 Nick Powell ('38 )
1-1 John Buckley ('76 )
Rautt spjald: James Chester, Stoke City ('79)

Bristol City 2 - 0 Preston NE
1-0 Famara Diedhiou ('8 )
2-0 Zak Vyner ('77 )

Cardiff City 1 - 2 Norwich
0-1 Grant Hanley ('3 )
0-2 Todd Cantwell ('22 )
1-2 Joe Ralls ('65 )
Rautt spjald: Marlon Pack, Cardiff City ('70)

Derby County 0 - 1 Rotherham
0-1 Jamie Lindsay ('86 )

Middlesbrough 0 - 1 Birmingham
0-1 Scott Hogan ('26 )

Nott. Forest 3 - 1 Millwall
1-0 Sammy Ameobi ('34 )
2-0 Sammy Ameobi ('70 )
3-0 Ryan Yates ('83 )
3-1 Ryan Leonard ('89 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir