Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 16. janúar 2022 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Rooney ætti erfitt með að hafna Everton
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Everton og núverandi stjóri Derby County, myndi eiga erfitt með að hafna uppeldisfélaginu ef hann fengi tilboð um að taka við stjórastöðunni.

Rooney hefur unnið mikið afrek hjá Derby miðað aðstæður en þegar er búið að draga 21 stig af liðinu.

Þrátt fyrir það er Derby í næst neðsta sæti með 14 stig og á alveg raunhæfan möguleika að halda sér uppi. Rooney er að ná í úrslit með takmarkaða og jafnvel enga fjármuni og lítinn hóp.

Derby er komið í félagaskiptabann og gat Rooney ekki samið við Phil Jagielka sem fór til Stoke City. Þolinmæði hans fyrir klúbbnum er lítil og gæti hann verið á förum.

Everton rak Rafael Benítez í dag en enska félagið leitar nú að arftaka hans. Rooney, Roberto Martinez og Frank Lampard eru allir á blaði en Sky Sports greinir frá því að Rooney ætti mjög erfitt með að hafna tilboði félagsins.

Everton er ekki búið að ráða bráðabirgðastjóra á meðan það leitar að öðrum stjóra en það er talið líklegast að Duncan Ferguson stýri liðinu í næstu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner