Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. janúar 2023 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dómarinn tók ákvörðun og ekki um augljós mistök að ræða
Bruno lætur vaða.
Bruno lætur vaða.
Mynd: EPA
Bruno fagnar en Akanji og Walker eru ósáttir.
Bruno fagnar en Akanji og Walker eru ósáttir.
Mynd: EPA
Jöfnunarmark Bruno Fernandes gegn Manchester City á laugardag var ansi umdeilt. Casemiro átti þá sendingu inn fyrir vörn City, Marcus Rashford var í rangstöðu en snerti ekki boltann, Fernandes skaut á markið rétt fyrir utan teig City og endaði boltinn í netinu. Staðan orðin 1-1 og átti hún eftir að breytast í 2-1 fyrir Manchester Untied skömmu síðar sem svo urðu lokatölurnar.

Margir eru á því að Rashford hafi með hlaupi sínu haft áhrif á það hvernig þeir Manuel Akanji, Kyle Walker og jafnvel Ederson vörðust.

Dómarasamtökin svöruðu fyrirspurn NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Þar segir að Rashford hafi ekki snert boltann og ekki haft áhrif á varnarmann og þess vegna gat VAR ekki skoðað möguleikann á augljósum mistökum. Dómarinn tók ákvörðun um að engin rangstaða væri í þessu atviki.

Aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu þegar markið var skoðað en eftir samskipti milli hans og dómarans var ákveðið að markið myndi telja. Hér að neðan má hlusta á skýringar Christina Unkel hjá CBS sjónvarpsstöðinni sem og umræðu í Vellinum þar sem þau Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu atvikið.

Sjá einnig:
Akanji: Algjört grín að fyrra markið fái að standa



Athugasemdir
banner
banner
banner