Topplið Paris St-Germain tapaði öðrum útileik sínum í röð í frönsku deildinni en Rennes vann verðskuldaðan 1-0 sigur í viðureign liðanna í gær.
Það var Hamari Traore, fyrirliði Rennes, sem skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik eftir góðan undirbúning Adrien Truffert.
Það var Hamari Traore, fyrirliði Rennes, sem skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik eftir góðan undirbúning Adrien Truffert.
Kylian Mbappe hefði átt að jafna leikinn en hann skaut yfir úr dauðafæri. Sigur Rennes var sanngjarn, liðið skapaði betri færi og var öflugt varnarlega. PSG átti ekki skot á rammann fyrr en á 81. mínútu.
PSG er enn á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Lens sem er í öðru sæti en Lens vann 1-0 sigur gegn Auxerra á laugardag.
Christophe Galtier og lærisveinar í PSG hafa nú tapað tveimur leikjum í röð, eftir tap gegn Lens á nýársdag.
Þrátt fyrir tapið var þetta minnistætt kvöld fyrir táninginn Warren Zaire-Emery sem varð yngsti leikmaður til að byrja deildarleik með PSG, 16 ára og 313 daga gamall.
Meðal annarra úrslita í frönsku deildinni var 7-1 sigur Mónakó gegn Ajaccio þar sem Wissam Ben Yedder skoraði þrennu á fjórtán mínútna kafla. Mónakó er komið upp í fjórða sæti.
Athugasemdir