Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
banner
   mán 16. janúar 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá kemur ekki til greina að hann fari eitthvert annað en í Víking"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Aron Elís Þrándarson er á förum frá OB, samningur hans rennur út í sumar og ætlar hann ekki að skrifa undir nýjan samning.

Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, í dag og var hann spurður út í Aron Elís.

Aron er uppalinn Víkingur, var bæði besti og efnilegasti leikmaður næstefstu deildar árið 2013 og svo efnilegasti leikmaður efstu deildar sumarið 2014 sem leikmaður félagsins.

Eru Víkingar í samskiptum við hann?

„Aron Elís er Víkingur, vinur klúbbsins og það er alltaf einhver sem er í samskiptum við hann, til að sjá hvernig hann hefur það, og þannig hefur það alltaf verið."

„Hann er ennþá á hátindi ferilsins, kornungur strákur, manni finnst oft eins og hann sé eldri en hann er af því hann er búinn að vera svo lengi úti."

„Hann er ekki einu sinni orðinn þrítugur. Ég vil að hann haldi áfram í einhvern tíma úti. En ef hann kemur heim þá kemur ekki til greina að hann fari eitthvert annað en í Víking,"
sagði Kári.

Aron er 28 ára miðjumaður sem fór í atvinnumennsku eftir tímabilið 2014. Erlendis hefur hann leikið með Álasundi og OB. Hann á að baki sautján landsleiki og var með fyrirliðabandið þegar Ísland vann Eystrasaltsbikarinn í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner