Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   þri 16. janúar 2024 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef þeir eru klárir, guð hjálpi öllum hinum"
Alex Þór er mættur í KR.
Alex Þór er mættur í KR.
Mynd: KR
Aron Sigurðarson fór líka í KR.
Aron Sigurðarson fór líka í KR.
Mynd: KR
KR er stórhuga fyrir Bestu deildina næsta sumar en félagið samdi í síðustu viku við Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson. Þær koma báðir heim úr atvinnumennsku en fleiri gætu verið á leiðinni í Vesturbænum.

Það hefur verið deyfð yfir Vesturbænum síðustu árin en það má segja það núna að gamla stórveldið sé mætt aftur til leiks.

„KR blæs í algjöra herlúðra eftir að hafa verið í sjöundu sæti í ótímabæru spánni. Það var haldinn höfðingjafundur í Vesturbæ og styrktaraðilar eru búnir að opna veskið sem aldrei fyrr. Þeir koma með trukki og dýfu inn í þetta. Þeir hafa tekið ófá símtölin," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net þegar rætt var um KR síðasta laugardag.

„Ég heyrði í gær að þeir hefðu athugað með Wayne Rooney," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Nei, nú verður þetta grínið fram að móti; hverjum KR hefur tékkað á."

Rætt var um það í þættinum að Guðlaugur Victor Pálsson, Ögmundur Kristinsson, Valgeir Valgeirsson og Viðar Ari Jónsson væru á meðal leikmanna sem væru orðaðir við KR.

„Þeir eru búnir að senda stór skilaboð. Ástæðan fyrir því að Alex Þór er að koma í KR er að langbesta tilboðið er úr Vesturbænum," sagði Elvar Geir.

„Maður er að heyra hvað Aron (Sigurðarson) er að fá og það er vel gert hjá honum og hans umboðsmanni að græja það. Þetta er áhugavert fyrir deildina," sagði Tómas Þór og tók Elvar undir það. „Þessar sviptingar í Vesturbænum, ég er að elska þær. Þetta er svo mikið nýtt blóð í deildina."

Fjársterkir aðilar, sem styðja KR, eru sagðir hafa opnað veskið vel fyrir félagið sitt.

„Gullkistan er búin að opnast aftur. Þetta er mikill maður sem á mikið af peningum og góða vini, góðan vin sérstaklega. Sá vinur á líka mjög góða vini út í heimi," sagði Tómas en sagan segir að það séu fleiri en einn peningamaður að koma að borðinu. „Þessi maður, hann þarf enga vini til þess að kaupa eitt fótboltalið. En ef þeir eru klárir, guð hjálpi öllum hinum. Á sama tíma eru Valsmenn farnir að stíga bremsuna enda með vel mannað lið og gott þjálfarateymi. Valsmenn eru komnir á þann stað að þeir eru að fara að byggja knatthús og nýja velli."

Hægt er að hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Herlúðrar óma í Vesturbænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner