Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 16. febrúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara æðisleg, ég er búinn að bíða eftir þessu frá því ég sleit í nóvember 2018. Ég er búinn að fara í gegnum allt ferlið. Geðveikt að ná 28 mínútum í dag," sagði Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, eftir leik gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Gummi lék í gær sinn fyrsta leik frá því hann sleit krossband í nóvember 2018.

„Ég spila svo hálfleik í næsta leik og við vinnum okkur svo áfram í kjölfarið."

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum efst í fréttinni.

Hvernig var fyrir Gumma að fylgjast með af hliðarlínunni þennan tíma sem hann var frá? „Þetta var mjög lærdómsríkt og maður lærir á bæði andlegu og líkamlegu hliðina hjá manni sjálfum. Ég tel mig koma til baka sterkari en ég hef verið áður."

Það eru um fjórtan og hálfur mánuður frá því Gummi sleit. Er þetta eðlilegur tími í endurhæfingu eða kom eitthvað bakslag? „Það kom ekkert bakslag hjá mér. Óli sjúkraþjálfarinn minn hefur hugsað um mig og hefur haldið mér til baka. Ég hef horft á að spila þennan leik í svona þrjá mánuði."

„Ég hefði getað verið byrjaður að spila í janúar en ég vildi vera 110 þegar ég byrjaði. Ég er núna búinn að æfa í um tvo mánuði á fullu og gott að vera búinn að stimpla sig inn á völlinn aftur."


Gummi var að lokum spurður út í hvað HK gæti gert úr síðustu þremur leikjum riðilsins en liðið er með núll stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við getum núna unnið með að fá hugarfar sigurvegara með því að vinna einhverja leiki. Við viljum koma á blússandi siglingu inn í tímabiið. Það skiptir miklu máli að leggja allt sem við höfum í þessa leiki," sagði Gummi Júl að lokum.

Sjá einnig:
Gummi Júl spilaði ekkert í sumar en byrjar næsta tímabil í banni
Athugasemdir
banner
banner