Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   þri 16. febrúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin ekki með gegn City
Everton tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20:15 annað kvöld.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur staðfest að sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin sé enn á meiðslalistanum og verði ekki með í leiknum.

Ancelotti segir þó að Calvert-Lewin sé nálægt endurkomu og vonast til að hafa leikmanninn á laugardaginn í grannaslagnum gegn Liverpool.

„Calvert-Lewin er gríðarlega mikilvægur því hann gefur okkur tækifæri til að spila á öðruvísi hátt. En við höfum líka átt leiki þar sem við höfum spilað virkilega vel án hans," segir Ancelotti.

Markvörðurinn Jordan Pickford og miðjumaðurinn Allan eru leikfærir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner
banner