þri 16. febrúar 2021 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Geir og Orri bjóða sig fram til formanns ÍTF
Geir Þorsteinsson og Orri Hlöðversson.
Geir Þorsteinsson og Orri Hlöðversson.
Mynd: Samsett
Það eru tveir aðilar í framboði til formanns ÍTF, Íslensks Toppfótbolta, en aðalfundur samtakanna verður haldinn 18. febrúar næstkomandi.

ÍTF eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu en sjá markmið samtakanna á myndinni hér fyrir neðan.



Formaður ÍTF situr einnig í stjórn KSÍ. Haraldur Haraldsson ákvað að vera ekki áfram í hlutverki formanns og sækjast tveir aðilar eftir því að taka við starfinu. Í framboði eru Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri ÍA, og Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Þá bjóða þrír sig fram í stjórn ÍTF; Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Sævar Pétursson (KA), Jónas Kristinsson (KR) og Helgi Aðalsteinsson (Breiðablik) voru kosnir inn í stjórn í fyrra og verða áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner