Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   þri 16. febrúar 2021 09:19
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin, Liverpool og Tottenham vilja Hoppe
Powerade
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Liverpool, Manchester United, Manchester City og Tottenham eru öll að skoða Matthew Hoppe (19) bandarískan framherja Schalke. (90min)

Kylian Mbappe (22) hefur sagt PSG að hann ætli að klára samning sinn hjá félaginu en samningurinn rennur út sumarið 2022. (Sport)

Starf Jose Mourinho er ekki í hættu hjá Tottenham í augnablikinu en það gæti breyst ef hann nær ekki að snúa gengi liðsins við á næstunni. (Mail)

Jesse Lingard (28) segist ekki hafa fengið sanngjarnt tækifæri hjá Manchester United eftir fyrsta stopp vegna kórónuveirunnar. Lingard fór til West Ham á láni í janúar. (BT Sport)

Prófað verður að vera með áhorfendur að nýju á úrslitaleikjum enska bikarsins og enska deildabikarsins í vor í von um að áhorfendur snúi aftur á alla leiki frá og með næsa sumri. (Times)

Crystal Palace vill fá Steve Cooper, stjóra Swansea, til að taka við af Roy Hodgson. (Sun)

Chelsea er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur boðið David Alaba (28) samning. Alaba er á förum frá Bayern Munchen þegar samningur hans rennur út í sumar. (90min)

Southampton hefur áhuga á Angelo Fulgini (24) miðjumanni Angers í Frakklandi. (Le10Sport)

Luis Suarez (34) er með klásúlu um að hann megi fara frítt frá Atletico Madrid í sumar. Úrúgvæinn ætlar sér þó ekki að nýta það en hann er sáttur hjá Atletico. (Marca)

Bayern Munchen er að fá Omar Richards (17) varnarmann Reading. (Kicker)

AC Milan vill fá Facundo Medina (21) miðvörð Lens en Manchester United hefur einnig áhuga á honum. (Mail)

Harry Kane, fyrirliði Tottenham, hefur sagt vinum sínum að Jose Mourinho hafi fullan stuðning sinn. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner