Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. febrúar 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe ætlar að virða samninginn við PSG
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Kylian Mbappe ætlar ekki að yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar en þetta kemur fram í spænska miðlinum Diario Sport.

Mbappe, sem er 22 ára gamall, er einn besti knattspyrnumaður heims en samningur hans við PSG rennur út árið 2022.

Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Barcelona, Real Madrid og Liverpool undanfarna mánuði en talið er líklegt að félögin reyni við hann í sumar, þegar hann á ár eftir af samningnum.

Mbappe hefur verið að skoða málin en samkvæmt Diario Sport mun hann virða samninginn við PSG. Hann mun því ekki yfirgefa félagið fyrr en á næsta ári og hefur gefið eigendum félagsins loforð fyrir því að hann hafi ekki náð samkomulagi við annað félag.

Umboðsmaður Mbappe hefur unnið með honum og foreldrum hans í að finna rétta félagið fyrir hann en það þykir líklegast að þau mál verði sett í biðstöðu og að hann klári næsta tímabil með PSG.

Framherjinn var keyptur frá Mónakó árið 2017 fyrir 180 milljónir evra og því ljóst að PSG myndi tapa miklum peningum á að leyfa honum að fara frítt árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner