Fyrstu þremur leikjum dagsins er lokið í efstu deild ítalska boltans og komu tvö Íslendingalið við sögu.
Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá Fiorentina þegar liðið fékk nýliða Como í heimsókn og var staðan 0-1 fyrir gestina þegar Alberti var skipt inn á völlinn á 55. mínútu.
Nico Paz, sem var keyptur frá Real Madrid síðasta sumar, tvöfaldaði forystuna á 66. mínútu og skömmu síðar þurfti Albert að fara af velli vegna meiðsla. Hann entist aðeins í um 20 mínútur áður en hann þurfti skiptingu.
Fiorentina tókst ekki að minnka muninn á lokakaflanum og varð niðurstaðan óvæntur 0-2 sigur Como á útivelli. Þetta er mikill skellur fyrir Fiorentina sem er búið að tapa tveimur leikjum í röð og situr í síðasta Evrópusæti Serie A deildarinnar. Lærisveinar Cesc Fábregas í liði Como fagna hins vegar dátt, þeir eru núna búnir að lyfta sér fimm stigum uppfyrir fallsvæðið.
Þórir Jóhann Helgason var þá í byrjunarliði Lecce og átti aftur góðan leik á miðjunni þegar nýliðarnir heimsóttu botnlið deildarinnar, Monza. Þórir Jóhann lék næstum allan leikinn áður en honum var skipt útaf fyrir Ante Rebic á 89. mínútu.
Lecce var sterkari aðilinn í dag en tókst ekki að skora sigurmark og er liðið jafnt Como á stigum í fallbaráttunni - fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Udinese sigraði að lokum gegn Empoli þar sem Jurgen Ekkelenkamp skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Florian Thauvin innsiglaði 3-0 sigur.
Það eru tveir leikir á dagskrá í ítalska boltanum síðar í dag, þegar fallbaráttulið Parma tekur á móti AS Roma og svo þegar Juventus og Inter eigast við Ítalíuslagnum eftirvænta.
Fiorentina 0 - 2 Como
0-1 Assane Diao ('41 )
0-2 Nico Paz ('66 )
Monza 0 - 0 Lecce
Udinese 3 - 0 Empoli
1-0 Jurgen Ekkelenkamp ('19 )
2-0 Jurgen Ekkelenkamp ('65 )
3-0 Florian Thauvin ('90 )
Athugasemdir