Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 16. mars 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
West Ham gæti lent í vandræðum með völlinn ef mótið frestast
Mynd: Getty Images
West Ham gæti lent í vandræðum með heimavöll ef að ensku úrvalsdeildinni verður frestað og mótið verður fram í júní.

The Athletic segir frá því að fyrirhugaðir séu hafnaboltaleikir og frjáls íþrótta keppnir á leikvanginum í júní og júlí.

West Ham greiðir 2,5 milljónir punda á ári til að leigja ólympíuleikvanginn í London en félagið gæti neyðst til að borga talsvert hærri upphæð ef tímabilið verður fram á sumar.

Sætin á vellinum eru færð þegar hafnaboltaleikir fara fram og það gæti kostað West Ham mikið aukalega að leigja völlinn áfram í júní.

Fleiri félög eru með fyrirhugaða viðburði á leikvöngum sínum í sumar. Á Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal, eru fyrirhugaðir tónleikar með The Killers 5 og 6. júní og á heimavelli Tottenham eiga hnefaleikamennirnir Anthony Joshua og Kubrat Pulev að mætast 20. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner