Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 16. mars 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef Solskjær tapar einum leik þá á að reka hann"
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Það var Leeds þema í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" í gær en það var líka farið yfir aðra leiki helgarinnar.

Manchester United náði að leggja varnarsinnað lið West Ham að velli þar sem Craig Dawson skoraði eina markið, í eigið net.

Man Utd er í öðru sæti deildarinnar en talað hefur verið um að Ole Gunnar Solskjær sé mögulega að fá nýjan samning. Hann hefur stýrt liðinu frá desember 2018. Hann á enn eftir að vinna titil en þetta virðist vera á leið í rétta átt hjá Norðmanninum síkáta.

Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson, Leedsarar, voru gestir í "enski boltinn" og þeim finnst Solskjær verðskulda nýjan samning.

„Hann er með liðið í öðru sæti og það þarf að gera sér grein fyrir því að hann er að keppa við Pep Guardiola og þetta Manchester City-lið," sagði Agnar.

„United stuðningsmenn eru alltaf að drulla yfir allt. Ef Solskjær tapar einum leik á að reka hann og hann er lélegur. Þetta eru engir alvöru stuðningsmenn, þetta eru bara 'glory hunterar'. Þetta er mesta 'glory hunt' sem ég veit um, Liverpool stuðningsmenn styðja lið sitt sama hvað og vilja hafa Jurgen Klopp áfram. Ef United-menn tapa einum leik, þá á að láta hann fara."

Þeir segja að það sé ekki gaman að horfa á stórleiki Man Utd, það sé gott að leggja sig yfir þeim en þeir enda flestir 0-0.

Klopp kemur tvíefldur til baka
Englandsmeistarar Liverpool hefur verið í vandræðum á tímabilinu og er í sjötta sæti deildarinnar.

Máni býst ekki við því að Liverpool nái topp fjórum en þeir vonast til þess að Klopp, stjóri þeirra, verði áfram með liðið.

„Þetta er algjörlega búið hjá Liverpool. Það sem ég held að vandamálið með Klopp er að hann er svo mikil tilfinningavera. Núna er ekki gott loft í gangi, það gengur ekki vel og ég held að það finni það allir á Klopp. Þetta er líka búið að vera erfitt fyrir hann, hann missti mömmu sína og gat ekki kvatt hana. Liverpool reynir við Meistaradeildina og ég er ekki sjá að þeir vinni hana. Ég er ekki viss um að þeir nái Evrópusæti," sagði Máni.

„Það var rosalegt atriði fyrir Liverpool í fyrra að ná í titilinn eftir 30 ár og það voru allar tilfinningar úti. Þetta var alltaf að fara að vera erfitt tímabil fyrir Liverpool. Ég nenni ekki að hlusta á þetta rugl með að meiðslin hafi svona mikið að segja, það eru ekki bara meiðslin sem eru vandamálið. Þó þetta séu Van Dijk og Gomez, sem er frábær miðvörður og besti enski miðvörðurinn, þá er þetta ekki bara það. Við Leedsarar erum búnir að vera með gríðarlega mikið af leikmönnum meidda. Klopp karlinn er á þessu skeiði núna og hann á eftir að koma tvíefldur til baka nema hann noti tækifæri til að hoppa frá."

„Hann gæti alveg gert það. Það væri ömurlegt að fylgjast með ensku úrvalsdeildinni ef það væri enginn Klopp," sagði Máni.

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var meira rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner