Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. mars 2021 10:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan að semja við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Dagur Dan Þórhallsson er á heimleið frá Noregi og mun skrifa undir hjá Fylki annað hvort í dag eða á næstu dögum. Þetta staðfesti Dagur í samtali við Fótbolta.net í dag.

Dagur er uppalinn í Fylki og hjá Haukum en hefur einnig leikið með Keflavík hér á landi. Dagur verður 21 árs í maí.

Dagur lék ekki mikið með Mjöndalen á síðasta tímabili þegar liðið hélt sér uppi í efstu deild eftir umspil. Alls lék hann 260 mínútur í þeim tólf leikjum sem hann kom við sögu í. Undir lok leiktíðar var hann svo frá vegna persónulegra ástæðna.

„Ég er mikið búinn að vera að spila í tíunni eða á kanti en hef líka leyst það hlutverk að leika sem djúpur miðjumaður. Ég spilaði fyrsta leikinn minn í byrjunarliðinu hjá Mjöndalen sem djúpur á miðju. Það er því erfitt að nefna eina stöðu, myndi segja að ég geti spilað margar stöður framarlega á vellinum," sagði Dagur í viðtali við Fótbolta.net í fyrra.

Viðtalið:
Dagur lenti á veggjum í Belgíu en spilar nú í Eliteserien - „Alltaf betri en pabbi" (10. ágúst)


Athugasemdir
banner
banner