Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. mars 2023 00:57
Brynjar Ingi Erluson
Þrjú ítölsk lið í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn síðan 2006
Mynd: EPA
AC Milan, Inter og Napoli eru öll í pottinum er dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudag, en sautján ár eru síðan þrjú ítölsk lið komust á þetta stig keppninnar.

Napoli var þriðja liðið til að tryggja sig í 8-liða úrslitin í kvöld er liðið vann öruggan 3-0 sigur á Eintracht Frankfurt. Napoli vann fyrri leikinn 2-0 og var þetta því nokkuð þægilegt einvígi fyrir topplið ítölsku deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Napoli kemst í 8-liða úrslit.

Milan og Inter voru þegar búin að tryggja sig áfram og verða því þrjú ítölsk lið í pottinum á föstudag.

Sautján ár eru liðin frá því að þetta gerðist síðast en Juvents, Inter og Milan fóru þá 8-liða úrslitin.

Ítölsk félög hafa ekki náð miklum árangri í keppninni síðustu ár en þrettán ár eru frá því Inter vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho.

Juventus komst tvisvar í úrslit árið 2015 og 2017 en tapaði í bæði skiptin fyrir Barcelona og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner