
Stefan Ljubicic, leikmaður Keflavíkur, meiddist í sigri á Leikni fyrr í þessum mánuði þar sem hann skoraði þrennu. Hann er á leið í aðgerð.
Hann lenti illa þegar hann skoraði skallamark og er á leið í aðgerð á liðþófa. Þetta er áfall fyrir Keflavík þar sem Stefan var sjóðandi heitur og skoraði sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum en ljóst er að hann verði fjaverandi næstu vikurnar.
Hann lenti illa þegar hann skoraði skallamark og er á leið í aðgerð á liðþófa. Þetta er áfall fyrir Keflavík þar sem Stefan var sjóðandi heitur og skoraði sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum en ljóst er að hann verði fjaverandi næstu vikurnar.
Fótbolti.net greindi frá því fyrir helgi að Keflavík hafi boðið í Adam Árna Róbertsson leikmann Grindavíkur en Grindavík hafnaði tilboðinu.
Adam Árni er 26 ára sóknarmaður sem lék fyrst með Keflavík í 2. flokki og hóf meistaraflokksferil sinn þar árið 2017. Hann lék með liðinu út tímabilið 2022 og skipti þá í Þrótt Vogum.
Athugasemdir