Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungur Portúgali til Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea hefur náð samkomulagi við Sporting um kaupverð á hinum unga Dario Essugo.

Essugo er tvítugur miðjumaður en hann er á láni hjá Las Palmas. Hann mun ganga til liðs við Chelsea í sumar og vera hluti af aðalliðinu.

Chelsea kaupir hann fyrir 22 milljónir evra og hann mun skrifa undir sjö ára samning.

Essugo hefur leikið 17 leiki með Las Palmas í efstu deild á Spáni og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner