„Tilfinningin er mjög góð. Það er gaman að hafa náð að skora í fyrsta leiknum á tímabilinu" Segir Bríet Fjóla Bjarnadóttir, leikmaður Þór/KA, eftir 4-1 sigur á Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 4 Þór/KA
Bríet Fjóla sem er fædd árið 2010 skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki í leiknum en hún kom Akureyringum í 1-0 í fyrri hálfleiknum.
Bríet er ánægð með það hvernig veturinn hefur gengið.
„Veturinn hefur gengið vel. Við erum búnar að æfa mjög vel og ég hef hægt og rólega náð að koma mér betur inn í liðið"
Sigur Þór/KA var aldrei í hættu en yfirburðirnir voru algjörir.
„Leikurinn gekk mjög vel, við vorum mjög skipulagðar. Tilfinningin að ná að skora mitt fyrsta mark var mjög góð."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir